Fréttir

15. maí 2024
Aðalfundur Nautís

Aðalfundur Nautís verður haldinn fimmtudaginn 23. maí að Stóra Ármóti Flóahreppi og hefst kl 13:30

Dagskrá;

  1. Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra
  2. Reikningar
  3. Kosningar
  4. Önnur mál

Á fundinn mætir Jón Hjalti Eiríksson LbhÍ og fjallar um skyldleikann í Nautís stofninum. Að fundi loknum er opið hús hjá Nautís

9. apríl 2024
Stofnfundur Kornræktarfélags Suðurlands

Stofnfundur Kornræktarfélags Suðurlands verður haldinn í Frægarði Gunnarsholti miðvikudaginn 24. apríl og hefst kl 13:30. Tilgangurinn er að ná öllum þeim sem rækta korn og eða hafa áhuga á kornrækt og framgangi kornræktar saman í einn félagsskap.  Stefnt er að stofnun kornsamlags síðar á árinu. Á fundinn mætir Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri LbhÍ og fer yfir það helsta sem er verið að vinna að í rannsóknum á kornyrkjum og fleiru sem snýr að kornrækt.

6. mars 2024
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands var haldinn í Hótel Fljótshlíð Smáratúni  þriðjudaginn 5. mars.  Fram kom að staða Búnaðarsambandsins og dótturfyrirtækja þess er góð og var í heild rekstrarafgangur upp á rúmar 24 milljónir sem skapast m.a af góðum rekstri dótturfyrirtækja og sterkri eiginfjárstöðu. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa flutti forstöðumaður Lands og Skóga, Ágúst Sigurðsson erindi um hið nýstofnaða fyrirtæki og helstu markmið þess sem er að vernda og bæta gróður landsins. Björgvin Harðarson fór yfir það helsta sem undirbúningshópur um stofnun kornsamlags á Suðurlandi hefur lagt til en það er m.a. að endurvekja Kornræktarfélag Suðurlands sem er til en hefur verið óvirkt. Í framhaldi af því var þessi tillaga samþykkt.

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Fljótshlíð 5. mars 2024 hvetur Búnaðarsamband Suðurlands og stjórn þess til að styðja við endurvakningu Kornræktarfélags Suðurlands og halda utan um félagið.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top