Yfirlitssýning á Sörlastöðum

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Sörlastöðum fer fram dagana 28. og 29. maí, næstkomandi laugardag og sunnudag. Sýning hefst kl. 8.00 á laugardagsmorgun og kl. 9.00 á sunnudag. Hestakostur á sýningunni er firnasterkur svo sem áhugasamir notendur Worldfengs hafa væntanlega þegar áttað sig á. Það er því vert að hvetja hrossaræktaráhugafólk sérstaklega til að líta við á Sörlastöðum um helgina til að sjá fjöldan allan af glæsilegum gripum og afkastahrossum í samanburði.
Skipulagning þessara daga og röð flokka er eftirfarandi:

Laugardagur, kl. 8:00.
• 7v. og eldri hryssur
• Hádegishlé
• 6v. hryssur.
• Kaffihlé
• 5v. hryssur.
(Áætluð sýningarlok á laugardegi milli kl. 20 og 21).


Sunnudagur, kl. 9:00.
• 4v. hryssur
• 4v. hestar
• Hádegishlé
• 5v. hestar
• 6v. hestar
• Kaffihlé
• 7v. og eldri hestar
(Áætluð sýningarlok á sunnudegi milli kl. 18 og 19).


Búnaðarsamband Suðurlands


back to top