Yara birtir áburðarverð

Sláturfélag Suðurlands, sem flytur inn Yara-áburð hefur birt verðskrá á áburði þetta árið. Flestar áburðartegundir félagsins hækka um 10-14% frá því í fyrra. Í meðfylgjandi töflu má sjá verð, kr/tonn án vsk, með staðgreiðsluafslætti eins og það horfir við bændum nú og á síðasta ári. Verðskrá félagsins, yfirlit yfir greiðslukjör og vöruskrá er að finna á heimasíðu Yara, www.yara.is.Tegund Verð 2010 Verð 2011 Hækkun
Opti-kas N27 54.157 61.514 13,6%
Opti-Ns N27 4S 57.449 65.424 13,9%
Kalksaltpétur 52.511 59.107 12,6%
Bórkalksaltpétur 54.650 62.566 14,5%
CalciNit (f. gróðurhús) 92.181 91.894 -0,3%
NP 26-6 (var 25-6 2010)* 62.716 75.200 19,9%*
NPK 24-4-7 67.819 77.456 14,2%
NPK 21-3-8 + Se 71.441 79.261 10,9%
NPK 21-4-10 69.795 78.208 12,1%
NPK 19-4-12 73.910 82.118 11,1%
NPK 12-4-18 90.535 102.121 12,8%
Opti vekst 6-5-20 97.943 104.628 6,9%
Opti start 12-23 99.260 103.625 4,4%
Opti-P 66.009 78.358 18,7%
Mg-kalk 0,2-2 mm 25.803 26.080 1,1%
Mg-kalk kornað 52.700 53.267 1,1%

* Hærra innihald köfnunarefnis í ár en í fyrra


back to top