Vinnuverndar- og réttindanámskeið á Flúðum

Tveggja daga bóklegt námskeið sem veitir réttindi til að taka verklegt vinnuvélapróf á dráttarvélar, liðléttinga og ýmsar minni gerðir vinnuvéla í réttindaflokki „I“ og lyfturum í flokki „J“, þar með talið skotbómulyftara. Námskeiðið er hefðbundið vinnuvélanámskeið en er aðlagað að bændum. Einnig verður fjallað um gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði (áhættumat starfa) á vinnustað.

Ávinningur: Bókleg réttindi á vinnuvélar í réttindaflokkum „I“ og „J“. Aukin þekking á vinnuverndarmálum og hvernig á að gera áhættumat starfa. Námskeiðinu líkur með skriflegu krossaprófi.

Kennarar: Starfsmenn Vinnueftirlitsins.

Hvar og hvenær: Miðvikudaginn 5. feb, kl. 10:00-17:00 og fimmtudaginn 6. feb. kl. 10:00-17:00 hjá Kaffi Sel við Flúðir.

Önnur námskeið á Suðurlandi eru:
II: Mið. 12. feb, kl. 10:00-17:00 og fim. 13. feb. kl. 10:00-17:00 hjá Fræðsluneti Suðurlands á Hvolsvelli.
II: Fim. 20. feb, kl. 10:00-17:00 og fös. 21. feb. kl. 10:00-17:00 á Hótel Geirlandi við Kirkjubæjarklaustur.

Verð: 34.900kr (bókleg kennsla, kennslugögn, veitingar og bóklegt próf er innifalið í verði)

Verklegt próf og skírteini: Verklegt próf og skírteini kosta 12.380kr, ef tekið er próf fyrir bæði „l“ og „J“ flokk er verðið 17.630kr, sem greiðist hjá Vinnueftirlitinu.

Skráðu þig núna á www.lbhi.is/namskeid – endurmenntun@lbhi.is – í síma 433 5000


back to top