Vill ekki óheftan innflutning

Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist ekki styðja það að innflutningur á svínakjöti og kjúklingakjöti verði gerður óheftur.
Yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar hafa lagst mjög illa í forsvarsmenn bænda sem hafa sagt að með því að lækka tolla verulega á innflutning þessara kjötvara sé verið að slá af atvinnugreinarnar með einu pennastriki. Hugmyndir Ingibjargar séu óábyrgar.

Ekki farið í stórfelldar lækkanir
Einar Kristinn hefur sagt í fjölmiðlum að undanförnu að ekki standi til að ráðist verði í stórfelldar tollalækkanir á landbúnaðarvörum. Einar segir ljóst að ef farið yrði í frekari tollalækkanir á innfluttu svínakjöti og kjúklingakjöti myndi það hafa áhrif á alla aðra kjötframleiðslu í landinu. Þessi framleiðsla skapi verðmæti eins og önnur framleiðsla og það sé ekki ábyrgt að kippa undan henni fótunum. Tollar á innfluttar landbúnaðarvörur voru lækkaðir um fjörutíu prósent í fyrra með samningum við Evrópusambandið.


back to top