Verkun heys í útistæðum

Athygli bænda er vakin á námskeiðinu „Verkun heys í útistæðum“  sem haldið verður á Hvanneyri næstkomandi þriðjudag, þann 27. mars. Námskeiðið hefst klukkan 10.

Á námskeiðinu verður rætt um kröfur til tæknibúnaðar, vélvæðingar- og vinnuþörf, verkaskipulag og fjallað um helstu kostnaðarþætti og mat á þeim.  Auk þess verður farið yfir helstu líffræði- og tæknileg undirstöðuatriði votheysverkunar frá slætti til geymslu og dregin fram innlend og erlend reynsla sem safnast hefur.

Leiðbeinendur eru Bjarni Guðmundsson prófessor við LBHÍ og Pétur Diðriksson bóndi á Helgavatni en hann hefur trúlega eina mestu reynslu hér innanlands í verkun votheys og gerð útistæðna.

Stefnt er að því að fyrirlestrum ljúki á milli kl. 15 og 16 og verður þá boðið upp á heimsókn að Helgavatni fyrir þá sem vilja til að skoða útistæðurnar þar.

Bændur og aðrir sem ætla á námskeiðið geta skráð sig hjá Landbúnaðarháskólanum í síma 433-5033 eða með tölvupósti á netfangið endurmenntun@lbhi.is

Verð námskeiðsins er 15.500.- Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5.000.- kr (óafturkræft) á eftirfarandi reikning: 1103-26-4237 – kt. 411204-3590.

Skráningarfrestur rennur út í dag, þann 22. mars


back to top