Verður starfrækt út apríl næst komandi a.m.k.

Afleysingaþjónusta fyrir bændur á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli s.l. vor hefur verið starfrækt undanfarna mánuði. Þjónustan er starfrækt af Búnaðarsambandi Suðurlands, Bændasamtökum Íslands og Félagi kúabænda á Suðurlandi og fjármögnuð með gjafafé frá norskum bændum sem þeir söfnuðu af miklum stórhug til stuðnings íslenskum stéttarbræðrum sínum. Markmiðið með afleysingaþjónustunni er að bændafjölskyldur geti tekið sér frí frá bústörfum í 2-5 daga í senn.
Nú hefur verið ákveðið að afleysingaþjónustan starfi áfram og a.m.k. út apríl n.k. Þeir sem hafa hug á að nýta sér hana er bent á að hafa samband við Svein Sigurmundsson í síma 480 1800, netfang sveinn@bssl.is.
Starfsmaður afleysingaþjónustunnar er Tómas Sturlaugsson.


back to top