Verðlaunaveitingar á aðalfundi FKS

Á aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi sem haldinn var að Árhúsum á Hellu í gær voru veitt verðlaun.  Það var Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands sem veitti verðlaunin, sem voru eftirfarandi:  Verðlaun fyrir afurðahæsta búið á Suðurlandi 2014 og handhafi Huppustyttunnar var Ytri-Skógar með 7.832 kg/árskú og 555 kg MFP.  Afurðahæsta kýrin 2014 var Stytta 336 frá Kotlaugum mjólkaði 12.700 kg mjólkur. Þyngsta ungneytið átti Guðgeir Sigurðsson Skammadal en það vó 411,7 og fór í UNI*A.  Fundurinn var áhugaverður og vel sóttur af bændum, enda málefni fundarins af ýmsum toga auk hinna hefðbundnu aðalfundarstarfa. Runólfur Sigursveinsson kynnti form og fyrirkomulag ættliðaskipta á jörðum og fékk til liðs við sig aðila úr bankageiranum.  Sigurður Loftsson formaður Landssambands kúabænda fór yfir stöðu verkefna hjá félaginu. Önnur mál voru rædd og tillögur kynntar til aðalfundar LK sem verður í mars.

Meðfylgjandi eru verðlaunahafar, Sigurjón Sigurðsson, Kotlaugum, Ingimundur Vilhjálmsson, Ytri -Skógum og Guðgeir Sumarliðason Skammadal.

Meðfylgjandi eru verðlaunahafar, Sigurjón Sigurðsson, Kotlaugum, Ingimundur Vilhjálmsson, Ytri -Skógum og Guðgeir Sigurðsson Skammadal.


back to top