Verðlaun fyrir afurðahæsta búið og afurðamestu kúna á Suðurlandi 2020

Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi þann 25. febrúar veitti Búnaðarsambandið verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi 2020 sem var hjá Fanneyju og Reyni Hurðarbaki  en meðalafurðir voru 8.445 kg/árskú

Einnig fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020 sem var Ösp 1280, Birtingaholti 4 hjá Fjólu og Sigurði en hún mjólkaði 14.062 kg

Þá voru veitt verðlaun fyrir þyngsta ungneytið á Suðurlandi 2020 sem var Limousin og Angus blendingur nr. 2369 hjá Berglindi og Arnari í Gunnbjarnarholti  en fallið var 515,7 kg

Á myndinni má sjá þau Fanneyju og Reyni með viðurkenningu fyrir afurðahæsta búið,  Fjólu í Birtingaholti fyrir afurðahæstu kúna og Svein Búnaðarsambandinu sem veitt viðurkenningarnar.


back to top