Verðbreytingar hjá fóðursölum

Á vef Landssambands kúabænda, www.naut.is, er greint frá því að Fóðurblandan hf og Bústólpi ehf hafi lækkað verð á kjarnfóðri um allt að 3% vegna gengisþróunar og hagstæðrar þróunar á hráefnisverði. Lækkunin hjá Bústólpa tók gildi 30. apríl en í fyrradag, 4. maí hjá Fóðurblöndunni eins og fram kom hér á síðunni í gær. Þá lækkaði Lífland verðið þann 12. apríl s.l. eins og fram hefur komið. SS hækkaði hins vegar verð á kjarnfóðri um 2% þann 1. apríl sl. Þeirrar hækkunar hefur í engu verið getið og ber að átelja það, að mati LK er það eðlileg kurteisi gagnvart viðskiptavinum að tilkynna um verðbreytingar.

Athugasemdum vegna þessa hefur verið komið á framfæri við SS og hefur úrbótum verið heitið.


Eftir þessar verðbreytingar kostar eitt tonn af 16% jurtapróteinblöndu eins og sjá má í töflunni hér að neðan:



















Tegund og fyrirtæki Lægsta verð í lausu, kr.
DK-16 Fóðurblandan 53.945
DK-16 Bústólpi 53.965
Sparnyt 16 Lífland 55.221
Malko Lac græs SS 55.686






back to top