Vegna heimasíðu BSSL

Heimasíða BSSL hefur ekki verið uppfærð frá mánaðamótum jan/feb. s.l. Ástæðan er sú að um áramót breyttist starfsemi og hlutverk Búnaðarsambandsins í kjölfar stofnunar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Vefstjóri heimasíðunnar Guðmundur Jóhannesson fluttist yfir í í nýja fyrirtækið ásamt flestu starfsfólki Búnaðarsambandsins. Á stjórnarfundi BSSL þann 25. febrúar var ákveðið að halda áfram með heimasíðuna og aðlaga hana að breyttu hlutverki sambandsins.
Áfram verða upplýsingar og fréttir af þeim fyrirtækjum sem Búnaðarsambandið á og rekur ásamt því helsta sem á döfinni er í héraðinu og snýr að landbúnaði.  Þá verður tenging við nýja heimasíðu RML sem er væntanleg á næstunni og mun sjá um þá hluti sem snúa að faglegu starfi og ráðgjöf í landbúnaði fyrir landið í heild sinni. Unnið er að breytingum og nýju útliti heimasíðunnar. Nýr vefstjóri er  Helga Sigurðardóttir.


back to top