Vefsíða Búnaðarsambandsins vinsæl á síðasta ári

Vefsíða Búnaðarsambandsins var vinsæl á síðasta ári að venju ef tekið er mið af því að um sérhæfðan landbúnaðarvef er að ræða. Alls heimsóttu 19.621 vefinn í 181.843 heimsóknum. Töluverð aukning varð í bæði gestafjölda og fjölda heimsókna milli ára. Gestum fjölgaði um 3.518 milli ára og heimsóknum um 15.418. Síðuflettingum fjölgaði einnig milli ára eða úr 410.615 á árinu 2009 í 432.159 á síðasta ári. Það má því segja að á meðaldegi sé vefsvæðið bssl.is heimsótt 500 sinnum og flettingar séu 1.184.
Vinsælasta frétt ársins í fyrra var frétt okkar um 77 kg risakálf í Ytri Skógum sem var skoðuð í 1.821 skipti.
Hrútaskráin var eins og áður vinsæl með 3.255 flettingar, upplýsingasíða okkar um kynbótasýningar hrossa var skoðuð 2.866 sinnum og Kúatorginu var flett 1.717 sinnum.


back to top