Veðurstofan spáir öskufalli undir Eyjafjöllum á morgun

Veðurstofan hefur birt spá um öskufall fram til mánudags. Samkvæmt spánni er líklegt að á morgun leggi öskuna til suðurs yfir Eyjafjöll og kannski að Vestmannaeyjum. Á sunnudag er líklegast öskufall verði frá A-Eyjafjöllum austur að Mýrdalssandi.
Öskufallsspá Veðurstofunnar fer hér á eftir:
Föstudagur: Vestlæg átt og leggst mökkurinn til austurs. Vindátt verður norðvestlæg þegar líður á kvöldið og gosmökkurinn liggur mökkurinn til suðausturs í nótt, Álftaver,Mýrdal og síðan Austur Eyjafjöll.

Laugardagur: Norðanátt þegar líður á morguninn og leggst þá mökkurinn til suðurs yfir Eyjafjöll og líklega ekki lengra til vesturs en kannski að Vestmannaeyjum. Að öðru leyti ætti að vera léttskýjað og sjást vel til gosmakkar.


Sunnudagur: Norðvestan- og vestan átt og öskufall frá Austur Eyjafjöllum austur að Mýrdalssandi, öskufall að öllum líkindum mest í námunda við Mýrdalsjökul. Skýjabreiður leggjast líklega að Eyjafjallajökli vestanverðum.


Mánudagur: Skammvinn norðanátt um morguninn en hæg norðaustanátt þegar kemur fram á daginn. Öskufall mest næst eldstöðinni eða til suðvesturs til Vestmannaeyja. Léttskýjað og sést líklega vel til gosmakkar.


back to top