Upplýsingar um ný ungnaut

Komnar eru upplýsingar um tíu ný ungnaut úr 2009 árgangi nauta á vef nautaskráarinnar, www.nautaskra.net. Þetta eru nautin Rómur 09058, Freyr 09063, Tungli 09066, Þræll 09068, Þulur 09069, Ferill 09070, Bryti 09074, Þytur 09078, Askur 09079 og Strengur 09080.

Þessi naut eru ekki komin í dreifingu ennþá en koma væntanlega til dreifingar á næstu vikum. Ungnautaspjöld fyrir þessi naut koma væntanlega úr prentun og til dreifingar í næstu viku. Á www.nautaskra.net er hægt að nálgast ungnautaspjöldin á pdf-formi til útprentunar. Þau er einnig að finna undir „Nautgriparækt“ og „Kynbótastöð Suðurlands“ hér á vefnum.


Upplýsingar um ný ungnaut

Upplýsingar um ungnaut á númerabilinu 08010-08022 eru komnar á vef nautaskráarinnar, www.nautaskra.net. Þetta eru nautin Höldur 08021 frá Stóru-Mástungu, Skúmur 08011 frá Ingjaldsstöðum, Krúsi 08014 frá Austvaðsholti, Blómi 08017 frá Heggsstöðum, Páski 08019 frá Raftholti, Svanur 08020 frá Ytri-Skógum, Þáttur 08021 frá Berjanesi og Skotti 08022 frá Efri-Rauðsdal.
(meira…)


back to top