Ungnaut í dreifingu

Eftirtalin ungnaut fædd árið 2004 eru nú í dreifingu til bænda. Sum þeirra eru langt komin í dreifingu en önnur eru nýkomin til frjótækna. Upplýsingar um þessi flest þessara nauta er að finna á Netnautunum og ungnautaspjöldum sem dreift var í haust.


1. Eldur 04001 frá Laugabóli í Reykjadal, S-Þing. Eldur er undan Sprota 95036 og Glóð 126. Eldur dvelur nú í Húsdýragarðinum í Reykjavík.


2. Bursti 04003 frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi. Bursti er undan Túna 95024 og Fötu 206.


3. Grikkur 04004 frá Neðri Hóli á Snæfellsnesi. Grikkur er undan Fróða 96028 og Lóló.


4. Þorri 04005 frá E-Gegnishólum Gaulverjabæjarhreppi. Þorri er undan Hóf 96027 og Búkollu 285.


5. Þynur 04006 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit. Þynur er undan Fróða 96028 og Rein 449.


6. Farsæll 04007 frá Daufá í Skagafirði. Farsæll er undan Hvíting 96032 og Skellu 156.


7. Salómon 04009 frá Hundastapa í Borgarbyggð. Salómon er undan Prakkara 96007 og Bjöllu 166.


8. Hlaupari 04010 frá Hríshóli í Eyjafjarðarsveit. Hlaupari er undan Hóf 96027 og Rós 404.


9. Ingjaldur 04011 frá Ingjaldsstöðum Þingeyjarsveit. Ingjaldur er undan Prakkara 97007 og Efnu 132.


10. Þrumari 04015 frá Ystahvammi í Aðaldal. Þrumari er undan Hóf 96027 og Þrumu 175.


11. Hjálmur 04016 frá Hjálmholti í Hraungerðishreppi. Hjálmur er undan Pinkli 94013 og Baulu 421.


12. Kútur 04018 frá Vöglum í Akrahreppi. Kútur er undan Fróða 96028 og Heklu 161.


13. Rauður 04021 frá Túnsbergi í Hrunamannahreppi. Rauður 04021 er undan Hóf 96027 og Pysju 004.


14. Búsæll 04025 frá Litla-Ármóti í Hraungerðishreppi. Búsæll er undan Hóf 96027 og Búprýði 467.

Enn er verulegur hluti 2004 árgangsins á uppeldisstöðinni í Þorleifskoti því 18 af þeim kálfum sem keyptir voru af bændum það árið eru fæddir í október, nóvember og desember. Stór hluti þeirra mun koma að Hvanneyri í þessari viku.


Ungnaut í dreifingu

(meira…)


back to top