Ungnaut í dreifingu

Við sæðisáfyllingu hjá frjótæknum 24 mars komu 3 ný ungnaut til dreifingar en það eru Pá 13078 frá Skerðingsstöðum í Hvammssveit, (sjá mynd) f. Hjarði 06029, mf. Frami 05034, Mórall 13079 frá Litla-Ármóti í Flóa, f. Víðkunnur 06034, mf. Ófeigur 02016 og Straumur 13082 frá Dæli í Fnjóskadal, f. Viðkunnur 06034, mf. Ófeigur 02016. Önnur ungnaut sem hafa verið í dreifingu eru; Fáfnir 13031, Bolli 13041, Kokkur 13046, Kasper 13047, Ýmir 13051, Steri 13057, Strompur 13063 og Krani 13067. Upplýsingar um ættir og mynd er að finna á nautaskra.net

Þá er sæði búið eða að klárast úr eftirtöldum nautum; Sandi 07014, Húna 07047, Legi 07047, Laufás 08003 og Kletti 08030


back to top