Ungfolasýning HS

Árleg ungfolasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður haldin í Ölfushöllinni laugardaginn 27.mars n.k. Starfandi kynbótadómarar munu taka út folana bæði fyrir sköpulag og gangeiginleika.
Rétt til þátttöku hafa 2ja vetra folar (fæddir 2008) og 3ja vetra (fæddir 2007).
Sköpulag folana verður skoðað kl. 15:00 að deginum en þeir verða reknir til í höllinni kl. 20:00 þar sem að ganglag og hreyfieðli þeirra verður metið.
Áhorfendur velja svo hvaða foli er bestur en eigendur folanna fá skjal þar sem úttekt á folanum er sett fram á línulegum skala.

Sú nýbreytni verður á þessari sýningu að hrossaræktendum verður boðið upp á mat á sköpulagi hryssna á aldrinum 2ja til 4ja vetra (árgangar 2006, 2007 og 2008). Hryssurnar verða einungis metnar fyrir sköpulag og er þetta hugsað til þess að ræktendur geti fengið faglegt mat á mertryppum.
Skráning er hjá Óðni Erni í odinn@bssl.is


Jafnframt er rétt að minna á að árleg sýning samtakanna RÆKTUN 2010 fer fram á sama stað laugardaginn 17. apríl n.k. en þeir sem hafa áhuga á að koma fram með ræktunarbú, afkvæmahópa og einstaka kynbótahross vinsamlega hafi samband í síma 866-1230 eða odinn@bssl.is.


back to top