Ungfolasýning Hrossaræktarsamtakanna 21. mars n.k.

Ungfolasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands fer fram í Ölfushöllini á Ingólfshvoli laugardaginn 21. mars 2009.
Ungfolamatið hefst kl 17.00, svo verður tekið matarhlé og sýning folanna inni í höll hefst kl 20.00.
Dómarar verða þau Halla Eygló Sveinsdóttir og Jón Vilmundarson.
Dómarar raða efstu fimm folunum í sæti en áhorfendur velja efstu folana í tveggja og þriggja vetra flokki. Eigendur fá umsögn um folana frá þeim Höllu og Jóni.

Með þessu móti þá fá bæði eigendur folanna gott yfirlit yfir kosti/galla þeirra fola sem sýndir verða og eiga því auðveldara með að velja sér ræktunargripi framtíðarinnar.


Upplýsingar gefur Óðinn Örn Jóhannsson í síma 8661230 eða odinn@bssl.is


back to top