Undirbúningur að útgáfu markaskráa 2012 í fullum gangi

Nú er unnið að útgáfu markaskráa um land allt en þær munu koma út á næsta ári. Eigendum eyrnamarka búfjár og frostmerkja hrossa er bent á að hafa samband við markaverði til þess að skrá mörk sín í markaskrá. Gildir þetta bæði um þá sem eiga skráð mörk og þá sem hyggjast fá mark eða taka upp nýtt. Brýnt er einnig að tilkynna markavörðum um eigendaskipti að mörkum. BSSL er ekki kunnugt um skráningargjöld fyrir mörk í markaskrá nema í Árnessýslu austan vatna, þ.e. austan Ölfusár og Hvítár, þar sem gjaldið hefur verið ákveðið 2.500 kr.
Markaverðir á starfssvæði Búnaðarsambands Suðurlands eru:


Árnessýsla vestan vatna*: Gísli Ellertsson, Meðalfelli í Kjós, S: 566-7032
Árnessýsla austan vatna*: Loftur Þorsteinsson, Haukholtum, Hrunamannahr., S: 486-6715
Rangárvallasýsla: Kjartan G. Magnússon, Hjallanesi í Landsveit, S: 487-6532
Vestur- Skaftafellssýsla: Jón Jónsson, Prestsbakka á Síðu, S: 487-4754
Austur-Skaftafellssýsla: Guðfinna Benediktsdóttir, Volaseli í Lóni, S: 478-1713
Vestmannaeyjar: Birgir Sigurjónsson, Illugagötu 79, Vestmannaeyjum, S: 481-2115

* Ölfusá og Hvítá

Í reglugerð um um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár er að finna nánari ákvæði um eyrnamörk, m.a. hvaða mörk eru leyfð.

Sjá nánar:
Reglugerð nr. 200/1998 um um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár


back to top