Umsóknarfrestur rennur út 10. september!!!!

Bændur þurfa að skila inn umsóknum um jarðræktarstyrki og styrki til hreinsurnar á affallskurðum á Bændatorginu, fyrir 10. september 2013.

Nú í ár, eins og í fyrra geta bændur gengið frá sínum umsóknum á Bændatorginu og sett þar inn þær upplýsingar sem þurfa.  Ef upp koma vandræði við skráningu má hafa samband við Búnaðarsamband Suðurlands í síma 480 1800.  Þeir starfsmenn sem vinna að úttekt jarðabóta þetta árið eru Sveinn Sigurmundsson, Grétar Már Þorkelsson, Ólafur Þór Þórarinsson, Halla Kjartansdóttir og Helga Sigurðardóttir.

Á vef Bændasamtaka Íslands bondi.is er hægt að skrá umsóknir um jarðræktarstyrki og styrki til hreinsunar affallsskurða, umsóknirnar eru að á Bændatorginu. Til að hljóta styrk þarf umsækjandi að vera skráður fyrir búnaðargjaldsskyldri framleiðslu. Sækja þarf um fyrir 10. september 2013.

Á bondi.is er einnig að finna eyðublað til að sækja um jarðræktarstyrki á pappírsformi fyrir þá sem það kjósa. Annað umsóknareyðublað er vegna hreinsunar affallsskurða. Eyðublöð er einnig hægt að nálgast á skrifstofu Búnaðarsamband Suðurlands. Skriflegar umsóknir skal senda til Búnaðarasambands Suðurlands, merktar „Jarðræktarstyrkir“ eða „Hreinsun affallsskurða“. 

Reglur um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða eru á vef Bændasamtakanna. Í reglunum er kveðið á um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði en þar má m.a. finna upplýsingar um framlög til sáningar í ræktunarlandi þar sem korn-, tún-, grænfóður- og olíujurtarækt er ætluð til fóður- eða matvælaframleiðslu, beitar eða iðnaðar. Bráðbirgðaákvæði er um styrki til bænda vegna kalskemmda á síðustu mánuðum.

Framlag á hvern hektara fyrir hvert bú er kr. 17 þúsund á ha. frá 1-30 ha. og kr. 12 þúsund á ha. frá 30-60 hektara ræktun. Framangreind stærðarmörk eru 2,5 sinnum hærri á svínabúum. Heildarflatarmál ræktunarinnar verður að vera a.m.k. 2 ha og uppskera er kvöð.

Framlög til hreinsunar affallsskurða geta numið kr. 125 þúsund á hvern kílómetra en þau eru veitt ef heildarlengd er a.m.k. 100 metrar. Í reglunum kemur fram að árlega skuli allt að 10 milljónir króna renna til hreinsunar affallsskurða.

Skilyrði þess að verkefni njóti framlags er að fram hafi farið úttekt en um hana eru nýjar verklagsreglur sem sömuleiðis eru kynntar á vef BÍ. Til að standast úttekt þarf m.a. að liggja fyrir viðurkennt túnkort af ræktarlandinu.

Ákvæði vegna kalskemmda árið 2013 
Í kjölfar þess mikla tjóns sem bændur víða um land urðu fyrir vegna kalskemmda í vor er nú komið ákvæði til bráðabirgða í reglur um framlög til jarðræktar. Greiddar verða kr. 60 þúsund á hvern hektara umfram almenna styrki til jarðræktar. Meðal skilyrða fyrir úthlutun er að viðurkennd úttekt hafi farið fram vorið 2013.

Allar upplýsingar um jarðræktarstyrkina, umsóknir og úthlutunarreglur er að finna hér.

Upplýsingar gefur Erna Bjarnadóttir hjá Bændasamtökum Íslands í netfangið eb@bondi.is

Samandregið:
Umsókn – rafræn á Bændatorgi
Umsókn 2013 um jarðræktarstyrk – Word
Umsókn 2013 um styrk vegna hreinsunar affallsskurða – Word
Reglur um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða
Verklagsreglur


back to top