Til sölu fósturvísar undan Angus kvígum hjá Nautís

Á myndinni má sjá Tjerand Lunde norskan dýralækni skoða fósturvísa

Hjá Nautís eru 39 fósturvísar undan dætrum Li‘s Great Tigre 74039 og Draumi 18402 til sölu. Hver fósturvísir kostar kr 25.000,-  án vsk og að auki innheimt kr 100 þús án vsk fyrir fæddan kálf. Nautís setur skilyrði að þeir sem annist fóstuvísainnlögnina hjá bændum hafi fengið tilsögn eða hafi reynslu. Bændur sæki um kaup á fósturvísum á netfangið sveinn@bssl.is fyrir 25 febrúar nk. Nautís áskilur sér rétt til að ráðstafa fósturvísunum meðal umsækjanda út frá landfræðilegri dreifingu og hámarks árangri.


back to top