Þroski túngrasanna 2006

Undanfarin þrjú ár hafa Bændasamtök Íslands haft forgöngu um að tekin séu grassýni á nokkrum stöðum á landinu til að fylgjast með þroska túngrasanna. Tilgangurinn er að auðvelda ráðunautum og bændum að meta hvenær hentugast sé að hefja slátt út frá næringargildi grasanna.

Á starfssvæði BSSL eru tekin sýni á Stóra-Ármóti í Flóa, Núpstúni í Hrunamannahrepp, Selalæk á Rangárvöllum, Nýjabæ undir Eyjafjöllum og á Seljavöllum í Nesjum. Fyrstu sýnin voru tekin þriðjudaginn 6. júní nema hvað þau bárust ekki í tæka tíð frá Nýjabæ og Seljavöllum. Úr því verður bætt. Niðurstöðurnar má nálgast með því að smella hér.

Sýni verða framvegis tekin vikulega á mánudögum til 10. júlí n.k.


back to top