Þórarinn Ingi Pétursson kjörinn formaður LS

Þórarinn Ingi Pétursson á Grýtubakka í Grýtubakkahreppi var kosinn nýr formaður Landssamtaka Sauðfjárbænda (LS) á aðalfundi samtakanna sem nú stendur yfir. Hann tekur við embættinu af Sindra Sigurgeirssyni sem gaf ekki kost á sér að nýju.
Kosið var á milli Þórarins og Einars Ófeigs Björnssonar í Lóni í Kelduhverfi og hlaut Þórarinn 24 atkvæði en Einar hlaut 18 atkvæði. Einn seðill var auður. Þórarinn var sitjandi varaformaður samtakanna og hefur setið í stjórn LS frá árinu 2007.

Með honum í stjórn munu starfa næsta árið þau Einar Ófeigur Björnsson, Oddný Steina Valsdóttir, Helgi Haukur Hauksson og Jóhann Ragnarsson.  Varamenn eru Atli Már Traustason, Ólafur Þorsteinn Gunnarsson, Ármann Guðmundsson og Þórhildur Þorsteinsdóttir.


Búnaðarþingsfulltrúar LS 2013-2015 voru kjörnir þau Þórarinn Ingi Pétursson, Fanney Ólöf Lárusdóttir og Sindri Sigurgeirsson.


back to top