Sveitarfélögin vilja forðagæsluna til Matvælastofnunar og búnaðarsambanda

Samband íslenskra sveitarfélaga telur eðlilegast að Matvælastofnun fari með lögbundnar valdheimildir um dýravernd, í samráði við hlutaðeigandi héraðsdýralækni. Búfjáreftirlitsmenn verði að meginstefnu til starfsmenn búnaðarsambanda, en með samningum þeirra við Matvælastofnun og héraðsdýralækna mætti tryggja að staðbundnar viðbragðsáætlanir séu fyrir hendi og skilvirk stjórnsýsla í þeim tilvikum þegar úrbóta er þörf. Þetta kemur m.a. fram í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að frumvarpi til laga um dýravelferð.
Samkvæmt núverandi lögum er búfjáreftirlit á ábyrgð sveitarfélaga.

Sambandið leggur áherslu á að lögbundin ábyrgð á inngripum verði sem mest á einni hendi og þannig tryggt að boðleiðir og valdmörk milli stjórnsýslustiga valdi ekki töfum á rannsókn og annarri meðferð mála.


Verði hins vegar kveðið á um að sveitarfélög beri lögbundna ábyrgð á inngripum hvað varðar búfjárhald verði jafnframt skýrt kveðið á um heimild viðkomandi sveitarstjórnar til þess að innheimta hjá eiganda allan kostnað sem hlýst af inngripi og að krafa sveitarstjórnar njóti þá lögveðs og annars réttarhagræðis.


Sjá nánar:
Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að frumvarpi til laga um dýravelferð 


back to top