Sumarið er seint á ferð

Meðfylgjandi myndir frá Grund í Skorradal sýna glöggt mismun á gróðri í sumarbyrjun, þegar borin er saman júníbyrjun í ár og í fyrra.  Víða á Suðurlandi er svipaða sögu að segja og gaman að skoða myndir þessu til sönnunar.

Myndirnar tók Pétur Davíðsson á Grund, en hann er duglegur við að taka myndir og bera saman milli ára. Í slíkum myndatökum er oft mikill fróðleikur og væri gaman að fá sendar myndir frá fleiri bændum til að sýna samanburð á milli landshluta.


back to top