Stýrivextir lækka áfram

Seðlabanki Íslands ákvað í morgun að lækka vexti bankans um 0,5%. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana hjá bankanum eru nú 6,5%. Er þessi ákvörðun framhald á vaxtalækkunarferli sem staðið hefur síðustu mánuði. Á síðasta vaxtaákvörðunardegi, þann 5. maí sl., lækkuðu vextir bankans einnig um 0,5%. Búast má við að viðskiptabankarnir fylgi í kjölfarið og lækki bæði innláns- og útlánsvexti.


back to top