Stöðug fækkun nautgripa

Nautgripum fækkar stöðugt í Danmörku og um áramótin síðustu var tala þeirra komin niður í 1.545.000. Það er fækkun um 34.000 eða 2,2% frá árinu áður. Fjöldi mjólkurkúa dróst saman um 4 þús. og voru þær 551 þús. um áramótin. Ekki er útlit fyrir að úr fækkun kúnna dragi því að kvígum hefur fækkað um 16 þús. milli ára eða 2,5%. Heildarfjöldi kvígna í Danmörku var 618 þús. um áramótin.

Sömu þróun má sjá í fjölda nauta og uxa sem fækkaði um 21 þús. á árinu og voru 270 þús. um áramótin síðustu.


Hins vegar fjölgaði kúm samtals, þ.e. samanlagður fjöldi mjólkur- og holdakúa, um 2 þús. sem skýrist af því að holdakúm fjölgaði um 6 þús. og voru þær samtals 105 þús. um áramótin.


back to top