Staðgreiðsla 2011

Bændabókhald Búnaðarsambands Suðurlands vekur athygli á breytingum sem verða á staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi nú um áramótin. Skatthlutfall í staðgreiðslu er 37,31% af tekjum á bilinu 0 – 209.400 kr., 40,21% af tekjum á bilinu 209.401 – 680.550 kr. og 46,21% af tekjum yfir 680.550 kr. Persónuafsláttur er óbreyttur frá fyrra ári, það er kr. 530.466 á ári eða kr. 44.205 á mánuði.
Tryggingagjald er sömuleiðis óbreytt, 8,65%.

Nánari upplýsingar er að finna með því að smella hér eða á vef RSK, www.rsk.is.


back to top