Staðfesting á gjaldskrá

 

Þann 5. júní sl. staðfesti ANR gjaldskrá um eftirlit búnaðarsambanda með haustskýrsluskilum og úttektir á fjárfestingarstuðningi í landbúnaði:  Gjaldinu er ætlað að standa undir raunkostnaði búnaðarsambanda við eftirliti í samræmi við samning við ráðuneytið. Ráðuneytið ákveður umfang eftirlitsins sem byggir á lista yfir bú sem ekki hafa skilað inn fullnægjandi haustskýrslum og lista yfir þær framkvæmdir sem þarfnast úttektar vegna fjárfestingarstuðnings í landbúnaði:

  1. Skoðun framkvæmd með heimsókn og haustskýrsla skráð í Bústofn: kr. 12.000 án vsk.  Innifalið er akstur á viðkomandi heimsóknar stað, símtal fyrir heimsókn til að tryggja að aðili sé viðstaddur heimsókn, teknar niður upplýsingar sem eru samkvæmt samningi og síðan skráning niðurstöðu í gagnagrunn. Tímagjald 9.000 kr. Áætlaður heildartími á skýrslu 1 klst. auk aksturs. Tímataxti byggir á dagvinnutaxta ráðunauta að grunni til, með álagi vegna launatengdra gjalda, fastakostnaðar vegna aðstöðu og tækjabúnaðar.
  2. Skoðun framkvæmd án heimsóknar (fjareftirlit): kr. 3.500 án vsk. Samskipti svo sem símtal, tölvupóstur eða önnur tölvusamskipti með fjarvinnslubúnaði. Eftirlitsaðili skoðar forða, ef um það er að ræða, búfjárfjölda og skráir haustskýrslu í Bústofn. Kostnaður felst í vinnu við undirbúning, samanburð á gögnum, samskipti við umráðamann og skráningu haustskýrslu með athugasemd ásamt föstum skrifstofukostnaði. Til grundvallar er tímagjald 9.000 kr. án vsk. og fastur kostnaður skrifstofukostnaður (símakostnaður, tölvubúnaður o.fl.). Meðaltalsraunkostnaður 4.000 kr. fyrir hverja skoðun og skráningu á haustskýrslu.
  3. Skoðun framkvæmd með heimsókn í hesthúsahverfi: kr. 3.500 án vsk. Kostnaður felst í vinnu við undirbúning, akstri í hestahúsahverfi, vinnu á staðnum og skráningu á haustskýrslu í Bústofni og skráningu/leiðréttingum í WF, upprunaættbók íslenska hestsins.Tímagjald til grundvallar er 9.000 kr. án vsk. og akstur á staðinn. Lægra gjald en í 1. lið byggist á að fjöldi haustskýrsla sem má afgreiða á hverjum stað, aðeins er um fá hross að ræða fyrir hvern umráðamanna, og akstur umtalsvert minni.
  4. Vinna  og heimsóknir vegna úttektar fjárfestingarstyrkja: kr 7.000,- á tímann og kr 80 á km þegar um vinnu og heimsóknir vegna úttektar  fjárfestingastyrkja er að ræða. Tímagjald er haft í lágmarki og einnig akstur sem verður endurskoðað þegar reynsla er komin á verkið. Tímataxti byggir á dagvinnutaxta ráðunauta að grunni til, með álagi vegna launatengdra gjalda, fastakostnaðar vegna aðstöðu og tækjabúnaðar.

back to top