Sláttur hafinn á Suðurlandi

Sláttur er hafinn á Suðurlandi þetta árið og voru það bændur undir Eyjafjöllunum og Landeyjunum sem riðu á vaðið í gærdag. Grösin eru græn og vel þroskuð, en aðeins misjafnt milli túna hversu vel þau eru sprottin. Vorið hefur líka verið gott og spretta því farið vel af stað.  Ef veðráttan helst svona þá vonast bændur til að fá kjarngott hey í sumar, þar sem bændur geta nú framleitt eins mikið af mjólk og þeir vilja.  

Ráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins veita bændum fóðurráðgjöf sem getur komið að góðu gagni við að minnka niðursveiflu í mjólkurframleiðslu yfir sumarmánuðina.  Nánar á rml.is, en þar er hægt að fylla út pöntunarblað yfir þá ráðgjöf sem óskað er eftir.

Vorið jafnvel það besta í hálfa öld, segir Ólafur Dýrmundsson ráðunautur Bændasamtaka Íslands, en viðtal við hann má lesa/hlusta á inn á Vísi.is.  Einnig er viðtal við Harald Konráðsson bónda á Búðarhóli í Landeyjunum á Vísi.is


back to top