Skráningu á kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum lokið

Skráningu á kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum er lokið þar sem hún er orðin full. Því miður er ekki hægt að hafa opið fyrir skráningu til miðnættis eins og til stóð í fyrstu. Þeir sem ekki náðu að skrá hross til sýningar geta haft samband við Búnaðarsambandið í fyrramálið, mánudaginn 23. maí, í síma 480 1800. Mögulegt er að setja hross á biðlista ef ske kynni að pláss losni.
Við minnum jafnframt á að skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.


back to top