Skemmtilega litur kálfur

Nú á dögunum fengum við sendar myndir af einkennilega og skemmtilega litum kálfi á Herjólfsstöðum í Álftaveri.  Kálfurinn virðist vera þrílitur en langlíklegast er að þarna sé um að ræða mjög dökkgráan grip með erfðavísi fyrir kolóttu sem kemur svona fram. Kálfurinn hefur fengið nafnið Guttormur.

Í ættartölu hans er að finna Hjarða 06029 sem er föðurfaðir hans en í móðurættinni er að finna Almar 90019, Sprota 95036, Tinna 99027 og Völl 01007 svo nokkrir séu nefndir.


back to top