Síðustu bændafundir BÍ í dag

Almennum haustfundum Bændasamtakanna lýkur í dag, mánudaginn 6. desember, með fundum á Smyrlabjörgum kl. 14.00 og á Geirlandi kl. 20.30.
Á fundunum verða m.a. rædd þau tækifæri sem landbúnaðurinn hefur til þess að efla þjóðarhag og hvar sóknarfæri liggja. Nýgerður búnaðarlagasamningur verður til umfjöllunar og spurt verður hvernig unnt er að verja kjör bænda í erfiðu efnahagsástandi.


Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, segir meginerindi á bændafundum sé að heyra hvernig félagsmenn BÍ vilji beita sínum samtökum. Hann hvetur jafnframt alla bændur til að mæta því á bændafundum gefist kostur á að láta í sér heyra og hlusta á aðra.
Framsögumenn verða stjórnarmenn BÍ ásamt ýmsum starfsmönnum samstakanna.


back to top