Síðasti skráningadagur á kynbótasýninguna á Selfossi

Minnum á að í dag er síðasti skráningadagur á kynbótasýninguna á Selfossi sem hefst 14. maí. Tekið er við skráningum í síma 480-1800 eða á heimasíðunni www.bssl.is . Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands www.bssl.is.
Byrjað verður að taka við skráningum á kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum við Hellu þriðjudaginn 15. maí.

Búnaðarsamband Suðurlands


back to top