Sérstakir orlofsstyrkir úr Orlofssjóði BÍ til bænda á áhrifasvæði gossins

Vegna sérstakra aðstæðna hefur stjórn Orlofssjóðs BÍ ákveðið að styrkja bændur sérstaklega á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Hámarksfjárhæð orlfsstyrks hefur þannig verið hækkuð í kr. 82.500 fyrir bændur á skilgreindu áhrifasvæði gossins. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2010.
Á heimasíðu BÍ er að finna úthlutunarreglur, umsóknareyðublað og þau tilboð og afslætti sem standa til boða.

Þar má nefna tilboð á Hótel Sögu og Hótel Íslandi, Ferðaþjónustu bænda, frímiða í þjóðleikhúsið, frían aðgang í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, boð á vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein, sem fram fer á Laugardalsvelli 11. ágúst 2010 og frímiða á leiki í Pepsí-deildinni svo eitthvað sé nefnt. Kynnið ykkur málið.


Úthlutunarreglur vegna sérstakra orlofsstyrkja til félagsmanna BÍ á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli 


Eyðublað vegna sérstakra orlofsstyrkja til bænda á áhrifasvæði eldgossins  – ATHUGIÐ umsóknarfrestur 15. júní 2010


Auglýsing um sérstaka orlofsstyrki 


Tilboð og afslættir til félagsmanna BÍ sem nýta sér orlofsstyrki


———————————————
Almennar úthlutunarreglur Orlofssjóðs bænda


back to top