Sauðfé fækkar stöðugt en nautgripum fjölgar

Frá 1982 hefur sauðfé fækkað um nærri 32 milljónir á Nýja-Sjálandi en á árinu 2007 voru 38,6 millj. fjár í landinu. Það er 4% færra en árið áður og þar með hefur fjöldi sauðfjár þar ekki verið minni síðan 1955.
Flest var sauðfé á Nýja-Sjálandi 1982 þegar það taldi 70,3 milljónir. Síðan þá hefur því fækkað um nærri 45%. Hins vegar hefur fjöldi mjólkurkúa aukist á sama tíma og jókst milli áranna 2006 og 2007 um 2%. Þannig voru 5,3 milljónir mjólkurkúa á Nýja-Sjálandi í fyrra og 4,4 milljónir nautgripa til kjötframleiðslu.


back to top