Samstarfsaðilar Landbúnaðarsýningarinnar á Hellu

Búnaðarsamband Suðurlands stendur sem kunnugt er fyrir viðamikilli Landbúnaðarsýningu dagana 22. – 24. ágúst n.k. á Gaddstaðaflötum við Hellu. Sýning sem þessi kostar mikið fé og því var leitað eftir samstarfi við nokkur fyrirtæki og stofnanir sem standa landbúnaðinum nærri.

Skemmst er frá að segja að viðbrögð fyrirtækjanna voru góð og mikill akkur fyrir Búnaðarsambandið að fá þessa aðila til liðs við sig.

Þessi fyrirtæki og stofnanir eru; Bændasamtök Íslands, Kaupþing, Mjólkursamsalan og Sláturfélag Suðurlands. Að auki veittu Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og Framleiðnisjóður landbúnaðarins myndarlega styrki til verkefnisins.

Fyrirtækin ætla sér að nýta það tækifæri sem Landbúnaðarsýningin á Hellu gefur til að kynna íslenskan landbúnað og landbúnaðarafurðir með myndarlegum hætti fyrir gestum sýningarinnar.

Búnaðarsamband Suðurlands vill þakka velvilja þessara fyrirtækja og stofnana og hlakkar til samstarfsins.


back to top