Samdráttur í kornrækt

Aukafrestur sem veittur var til að sækja um styrk vegna jarðabóta rann út mánudaginn 21. sept. Alls eru 409 umsóknir á móti 426 umsóknum í fyrra.
Sótt er um styrk á 5.120 ha á móti 5.519 ha í fyrra. Mikill samdráttur er í umsóknum um kornrækt eða 1.767 ha á móti 2304 ha í fyrra eða 537 ha. Grænfóðurrækt eykst hinsvegar en nú er sótt um styrk á 1.877 ha en voru 1.630 ha í fyrra. Grasfræi er sáð samkvæmt umsóknum í 1.292 ha sem er samdráttur miðað við fyrra ár en þá var sótt um 1.410 ha. Úttektum þarf að vera lokið 15. nóvember


back to top