Sáðvörur lækka í mörgum tilfellum í verði

Fóðurblandan hefur birt sáðvöruverð. Ánægjulegt er að sjá að sáðvara lækkar í mörgum tilfellum og á það einkum við um grasfræ, í sumum tilvikum grænfóðurs. Ef litið er á algengustu tegundir þá lækka grasfræblöndurnar í verði f.f. ári um 4-13%, Vega vallarfoxgras lækkar um 5% en aðrar tegundir vallarfoxgrass hækka um 8%.

Rýgresistegundir lækka verulega í verði. Þannig lækkar sumarrýgresi um 33% og vetrarrýgresi um 28-31%. Vetrarrepja hækkar hins vegar um 9-20%.
Ef litið er á korn þá hækkar það um 13-29%.
Verðskrá Fóðurblöndunnar tekur mið af gengi ISK gagnvar EUR og SEK.


Sáðvöruverð Fóðurblöndunnar.


back to top