Rýniskýrsla ESB um landbúnað á íslensku

Búið er að þýða kafla um landbúnað og dreifbýlisþróun (11. kafla) í rýniskýrslu framkvæmdastjórnar ESB en skýrslan barst íslenskum stjórnvöldum í byrjun september eins og kunnugt er. Í kjölfarið hefur verið þó nokkur umræða um það að undirbúningur Íslands hvað þennan málaflokk snertir sé ónógur gagnvart samningum við ESB. Þá hafa þær raddir verið háværar sem telja koma mjög skýrt fram í skýrslunni að aðildarviðræður Íslands og ESB séu ekki samningsviðræður heldur aðildarferli.
Nú er hægt að kynna sér efni skýrslunnar á íslensku með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Rýniskýrsla ESB-Ísland-11.kafli Landbúnaður og dreifbýlisþróun


back to top