Rjómabúið Baugsstöðum

Byggðasafn Árnesinga er þriðjungs eigandi að Rjómabúinu á Baugsstöðum. Rjómaskálahúsið var friðlýst af menningar- og menntamálaráðherra árið 2005 þegar búið varð 100 ára. Byggðasafn Árnesinga sér um daglegan rekstur þess en rjómabúið er rekið á sérstakri kennitölu og er með sér reikningshald. Rjómabúið er opið um helgar í júlí og ágúst, en utan þess tíma er hægt að hafa samband við Siggeir Ingólfsson (gsm 898 4240) eða Andra Erlingsson (gsm 846 1358), nánar á heimasíðu Rjómabúsins.
Styrkur fékkst frá Húsafriðunarsjóði til að leggja bárujárn á þak. Bræðurnir Guðmundur og Gísli Kristjánssynir skiptu um bárujárnið í október en framundan er að fara um veggi búsins með sömu aðferð; bárujárnið sem sett var á rjómabúið um 1971 er farið að lýjast. Sömuleiðis eru gluggar farnir að láta á sjá.

Rjómabúið Baugsstöðum (Ljósm. Gunnar Sigurgeirsson)

Rjómabúið Baugsstöðum (Ljósm. Gunnar Sigurgeirsson)

Í stjórn Rjómabúsins á Baugsstöðum sitja Sveinn Sigurmundsson formaður, Lýður Pálsson gjaldkeri og Björn Harðarson ritari.
bok_rjomabuidTil sölu í rjómabúinu er ritið Rjómabúið á Baugsstöðum 100 ára eftir Helga Ívarsson og Pál Lýðsson, en það má einnig kaupa á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands og Sunnlenska bókakaffinu.

Gestafjöldi ársins 2013 varð 360 manns sem var sami fjöldi og árið áður. Árið 2011 komu 278 gestir. Árið 2010 komu 465 gestir í Rjómabúið á Baugsstöðum en 602 gestir árið 2009.

Á heimasíðu Byggðasafns Árnesinga husid.com er síða sem tilheyrir Rjómabúinu Baugsstöðum.

 


back to top