Reyna að fá erlenda minkaræktendur til landsins

Fjárfestingarstofa undirbýr kynningu á Íslandi sem minkaræktarlandi, sem verður komið á framfæri við minkaræktendur á Norðurlöndum og í Hollandi.
Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingarstofu Íslands, segir að Íslendingar standi sig vel í minkaræktinni. Hér séu framleidd góð skinn sem seljist fyrir hátt verð, rekstrarkostnaður búanna sé tiltölulega lítill og mikið til af hráefni og ónýttri afkastagetu í fóðurstöðvum.

Á sama tíma séu uppbyggingu minkaræktar í Danmörku og Hollandi settar miklar skorður, ekki síst vegna plássleysis og kostnaðar við að losna við úrgang frá búunum.


back to top