Reykjahlíð gefur ekkert eftir

Uppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir maí hefur verið birt á vef BÍ. Afurðir hér á Suðurlandi standa nú í 5.434 kg/árskú sem er 6 kg minna en um áramótin síðustu. Af sýslunum fjórum eru afurðir nú mestar í Rangárvallasýslu eða 5.515 kg /árskú. Á landsvísu standa afurðir eftir árskú nú í 5.115 kg.
Reykjahlíð er enn á toppnum af einstökum búum ef litið er til búa með 10,0 árskýr eða fleiri. Þar standa afurðir nú í 7.791 kg/árskú. Kirkjulækur er í þriðja sæti á landsvísu af búum með fleiri en 10,0 árskýr með 7.568 kg/árskú og Hraunkot er í fimmta sæti með 7.466 kg/árskú.
Örk 166 Almarsdóttir 90019 í Egg í Hegranesi stendur enn á toppnum yfir afurðahæstu kýr með 13.792 kg mjólkur síðustu 12 mánuði. Af sunnlenskum kúm er Rúna 467 Völsungsdóttir 94006 í Reykjahlíð efst með 11.184 kg.

Niðurstöður skýrsluhaldsins á vef BÍ


back to top