Rekstur Ístex gekk vel á síðasta ári

Aðalfundur Ístex hf. fyrir árið 2012 var haldinn sl. föstudag. Þar kom fram að rekstur félagsins gekk vel á síðasta ári en 77 milljóna króna hagnaður var á árinu samanborið við 60 milljónir árið 2011. Rekstur Ístex hefur gengið vel á undanförnum árum en góður árangur hefur náðist á erlendum mörkuðum. Á síðasta ári var einnig vöxtur á innanlandsmarkaði, þó mun minni en á erlendum mörkuðum. Heildartekjur félagsins jukust um rúm 10% milli ára. Skuldir lækkuðu jafnframt um 74 milljónir króna, bæði vegna niðurgreiðslu í ljósi góðrar afkomu og leiðréttinga lána. Heildarskuldir hafa lækkað um nær 180 milljónir króna á síðustu árum.

Samþykkt var á fundinum að greiða 20% arð á hlutafé eins og sl. tvö ár.  Arðgreiðslan miðast við heildarhlutafé og nemur 11,9 milljónum í heild.  Breytingar urðu á stjórn félagsins á fundinum en Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri LS lét af störfum í stjórn félagsins og í stað hans tók sæti Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti.  Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir, en það eru Ari Teitsson, Gunnar Sæmundsson, Jón Haraldsson og Viktor Guðbjörnsson.  Ari Teitsson var endurkjörinn formaður stjórnar á fyrsta fundi hennar strax að loknum aðalfundi.


back to top