Reglugerð um greiðslumark mjólkur verðlagsárið 2012

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur birt reglugerð um greiðslumark mjólkur og greiðslur til bænda verðlagsárið 2012. Heildargreiðslumarkið verður 114,5 milljónir lítra eins áður hafði komið fram. Breytingar frá gildandi reglugerð eru ekki aðrar en þær að inn kemur ákvæði um stuðning við nýliðun í kúabúskap auk þess að upphæðir sem varið er til gras- og grænfóðurræktar og kynbótaverkefna taka breytingum.

Sjá nánar:
Reglugerð nr. 1278/2011 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslu til bænda verðlagsárið 2012


back to top