Rannsóknaverkefni um áhrif bóluefnis á júgurheilbrigði

Nýtt rannsóknarverkefni hófst í september síðastliðnum á Stóra-Ármóti. Verkefnið er um áhrif Startvac® bóluefnis á júgurheilbrigði. Í marga áratugi hefur verið unnið án mikils árangurs að rannsóknum og þróun bóluefna gegn júgurbólgu. Nú er komið bóluefni Startvac® sem hefur fengið viðurkenningu Evrópusambandsins.
Markmið verkefnisins er að skoða áhrif Startvac® bóluefnis á júgurheilbrigði mjólkurkúa. Valdar hafa verið 300 kýr í rannsóknina á Hvanneyri og Stóra Ármóti auk 7 búa til viðbótar. Fylgst verður með tíðni júgurbólgu, einstaklingstengdri frumutölu og tíðni sýktra spena í upphafi og lok rannsóknar. Áætluð lok eru í febrúar 2012.


back to top