Rannsóknaráætlun vegna smitandi hósta í hrossum samþykkt

Á ríkisstjórnarfundi í morgun var tillaga Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og Matvælastofnunar að rannsóknaráætlun vegna smitandi hósta í hrossum samþykkt. Kostnaður við áætlunina er u.þ.b. 19 milljónir en hún gengur meðal annars út á það að greina orsök á sjúkdómnum, kortleggja smitdreifingu og rannsaka faraldssvæði og eðli sjúkdómsins.

Jóhann Guðmundsson, aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að Landsmót hestamanna ehf. muni hefja viðræður við Framleiðnisjóð landbúnaðarins og Byggðastofnun í því skyni að fundin verði lausn á að koma félaginu yfir erfiðustu hjallana. Hvort það verði lán eða annars konar fjárhagslegur stuðningur er ekki komið á hreint.


back to top