Ræktun 2010 frestað til laugardagsins 24. apríl n.k.

Sýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands RÆKTUN 2010 sem fara átti fram laugardaginn 17. apríl n.k. hefur verið frestað til laugardagsins 24. apríl n.k.
Ástæðan er sú að vægt kvef og hósti hefur verið að stinga sér niður í hrossum og rétt þótti að gefa hrossum færi á að ná sér. Sem betur fer er þessi kvefpest væg og fljót að ganga yfir.

Fjöldinn allur af frábærum ræktunarhrossum hefur tilkynnt þátttöku sýna og ljóst er að um stórsýningu verður að ræða.


Nánari upplýsingar veitir Óðinn í síma 8661230 eða odinn@bssl.is


Hrossaræktarsamtök Suðurlands


back to top