Ráðstefna um stuttrófufé

Spennandi ráðstefna um sauðfé af stuttrófukyni sem ræktað er í löndum sem liggja að N-Atlantshafi verður haldin á Blönduósi 4.-8. september í haust. Meginefni hennar er ull, ullarvinnsla og menningarlandslag tengt sauðfjárræktinni. Ráðstefnan er haldin til skiptist í löndunum sem um ræðir og nú er komið að Íslandi.
Það er Textílsetur Íslands sem annast undirbúning ráðstefnunnar hérlendis. Í skjalinu hér að neðan má nálgast frekari upplýsingar. Ráðstefna um stuttrófufé – Blönduósi


back to top