Ráðleggur bændum að auka framleiðslu

Pål Haugstad, formaður norsku bændasamtakanna Norges Bondelag, var gestur Búnaðarþings í ár. Hann sagði í viðtali í Ríkissjónvarpinu að norrænir bændur hefðu sent stuðningsyfirlýsingu til íslenskra bænda og áskorun til stjórnvalda í þeim erfiðleikum sem nú blasa við. Varðandi Evrópumálin sagði Pål að útilokað væri að aðlaga landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins að norskum veruleika. Hann sagði það sama eiga við hérlendis.
Pål sagðist hafa það ráð til íslenskra bænda að framleiða sem allra mest af matvörum, það væri efnahagslega hagkvæmt að framleiða öll þau matvæli sem hægt væri í landinu. Þjóðin þurfi að búa svo um hnútana að íslenskur landbúnaður geti þrifist áfram og bændur sinnt vexti, endurnýjun og viðhaldi.

Viðtal Gísla Einarssonar við Pål Haugstad má nálgast með því að smella hér.


back to top